Stöndum vörð um Íbúðalánasjóð

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks  er ákvæði um að flytja beri Íbúðlánasjóð undir fjármálaráðuneytið en hann hefur heyrt undir félagsmálaráðuneytið. Þetta er slæmt ákvæði. Það verkar illa á mig. Sjálfstæðisflokkurinn hefur viljað breyta íbúðalánasjóði i nokkurs konar heildsölubanka og láta bankana taka við afgreiðslu íbúðalána. Ef þetta verður gert er stutt í það, að íbúðalánasjóður verði lagður niður. Það er engin spurning, að tilvist Íbúðalánasjóðs hefur haldið vöxtum á íbúðalánum niðri og ef sjóðurinn verður lagður  niður munu vextir strax hækka og valda kjaraskerðingu. Samfylkingin hefði ekki átt að fallast á þennan tilflutning íbúðalánasjóðs. Framsóknarflokkurinn féllst  ekki á það og Samfylkingin þurfti heldur ekki að fallast á það.

 

Björgvin Guðmundsson


Eru eldri borgarar of harðir við stjórnvöld?

Hatrömm deila ríkir nú milli formanns og varaformanns Landssambands eldri borgara.Báðir vilja vera formenn Landssambandsins næsta kjörtímabil.Formaður er nú Ólafur Ólafsson,fyrrverandi landlæknir en varaformaður Helgi Hjálmsson,viðskiptafræðingur. Kjörnefnd gerði tillögu um Helga sem formann. Ólafur segir, að hann (Ólafur) þyki of harður í viðskiptum við stjórnvöld og vitnar hann í því sambandi í bréf framkvæmdastjóra  Landssambandsins sem hafi haldið þessu fram. Mér kemur þessi deila mjög á óvart, þar eð  frekar mætti segja, að Landssambandið (LEB) hafi verið of lint í viðskiptum við stjórnvöld en öfugt. A.m.k. var sú raunin í samninganefnd ríkisins um kjaramál  eldri borgara,sem starfaði á sl.ári. Þar voru fulltrúar  LEB alltof linir og sömdu um kjarabætur, sem gengu allof skammt. Ólafur  Ólafsson hefur hins vegar oft skrifað mjög skeleggar blaðagreinar um kjaramál eldri borgara og hefur oft sagt stjórnvöldum til syndanna í þeim greinum. Ætti fremur að hrósa honum fyrir það en að leggja honum það til lasts. Helgi hefur einnig unnið ágætt starf í LEB.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 30. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband