Fimmtudagur, 31. maí 2007
Ágúst Ólafur átti að verða ráðherra
Lúðvík Bergvinsson hefur verið kjörinn formaður þingflokks Samfylkingarinnar.Það er ágætt val. Lúðvík er duglegur og hugmyndaríkur þingmaður. Í tilefni af vali hans hefur á ný verið rætt um það hvers vegna ´Agúst Ólafur Ágústsson,varaformaður Samfylkingarinnar, var ekki valinn ráðherra.Ýmsir gerðu sér vonir um að Ágúst yrði formaður þingflokksins.
Þegar landsfundur Samfylkingarinnar kaus Ágúst Ólaf varaformann Samfylkingarinnar var að mínu mati verið að tilnefna hann sem ráðherraefni flokksins um leið. Enginn átti að geta breytt því nema Ágúst Ólafur sjálfur. Landsfundur hefur æðsta vald í málefnum Samfylkingarinnar.Ekki hefur komið nein fullnægjandi skýring á því hvers vegna Ágúst Ólafur var ekki gerður að ráðherra. Sú skýring að Ágúst Ólafur þurfi sem varaformaður að sinna innra starfi flokksins heldur ekki vatni. Framkvæmdastjórn flokksins og formaður hennar á að sinna innra starfi.
Björgvin Guðmundsson