Óstjórnin í efnahagsmálum er dýr almenningi

 

 

Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins segir í dag, að kjósendur vilji stöðugleika í efnahagsmálum og stjórnmálum samkvæmt skoðanakönnunun. Menn hafa ekki fengið neinn stöðugleika í efnahagsmálum hjá núverandi ríkisstjórn. Verðbólgan hefur í mörg ár verið langt yfir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans og  afborganir og vextir af húsnæðislánum hafa stöðugt farið hækkandi. Það er bein kjaraskerðing hjá almenningi. Hagdeild ASÍ segir, að verðbólgan hafi kostað almenning um 500 þúsund krónur á ári. Það er nú allur stöðugleikinn í efnahagsmálum. Vaxtaokrið er meira en í nokkru öðru landi Evrópu.Seðlabankinn hækkar og hækkar stýrivexti og í skjóli þess hækka viðskiptabankarnir vexti , sem almenningur verður að bera. Vaxtahækkanir Seðlabankans hafa átt stóran þátt í háu gengi íslensku krónunnar, sem bitnað hefur illa á útflutningsatvinnuvegunumn. Í aðdraganda kosninganna hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar gefið út hvern kosningavíxilinn á fætur öðrum þannig, að  um algert einsdæmi er að ræða og alger óráðsía. Alls hafa ráðherrarnir gefið út kosningavíxla að fjárhæð 440 milljarðar króna. Hér er um algerlega óábyrga fjármálastjórn að ræða og á ekkert skylt við stöðugleika.

  Slík stjórn gæti sprungið hvenær sem er 

  Skoðanakannanir að undanförnu benda til þess, að fylgi Framsóknarflokksins sé mjög lítið og að flokkurinn muni tapa helmingi þingmanna  sinna. Það er vegna þess að kjósendur eru óánægðir með þjónkun Framsóknar við íhaldið. Framsókn hefur jafnt og þétt tapað fylgi vegna stjórnarsamvinnunnar með Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn tapaði í kosningunum 1999, flokkurinn tapaði á ný 2003 þó lítið væri og allt bendir til, að flokkurinn tapi miklu nú. Hér áður var Framsókn með fylgi á bilinu 25-30 %. Sjálfstæðisflokkurinn virðist hins vegar ætla að halda sínu fylgi og jafnvel vinna á. Við þessar aðstæður virðist Mbl. telja rétt fyrir stjórnarflokkana að halda stjórnarsamvinnu áfram. Ef svo verður mun Sjálfstæðisflokkurinn ráða öllu og geta farið með Framsókn eins og íhaldinu sýnist. Það verður ekki neinn stöðugleiki í stjórnarfarinu við slíkar aðstæður. Þvert á móti gæti slík ríkisstjórn sprungið hvenær sem er.

 Björgvin Guðmundsso

Bloggfærslur 6. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband