Þriðjudagur, 8. maí 2007
Framsókn dregur sig í hlé!
Capacent Gallup birtir nú daglega skoðanakannanir um fylgi flokkanna.Samkvæmt könnun í gær er Samfylkingin með 25 %,Sjálfstæðisflokkurinn með 42%,VG með 17,5%,Framsókn með 7,5% og Frjálslyndir með 7%.Miðað við þessa könnun heldur stjórn eins sætis þingmeirihluta. Það er of lítið til þess að mynda stjórn. Valgerður Sverrisdóttir,utanríkisráðherra, lýsti því yfir í gær,að ef Framsókn fengi eins lítið fylgi og kannanir sýna mundi flokkurinn ekki fara í stjórn. Það er eðlileg yfirlýsing en tilgangur hennar gæti einnig verið sá,að ná atkvæðum frá stjórnarsinnum,td. Íhaldinu Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Kjör eldri borgara hafa versnað mikið
Þeir Ólafur Ólafsson formaður Landssambands eldri borgara (LEB) ,Einar Árnason,hagfræðingur LEB og Stefán Ólafsson prófesso rita grein í Fréttablaðið í dag um kjör aldraðra.Þar segja þeir,að kjör aldraðra hafi versnað mikið í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.Kjörin hjá dæmigerðum lífeyrisþega með 53 þúsund á mánuði í lífeyri úr lífeyrissjoði hafi aðeins batnað um 20 % á sama tíma og kjör alls almennings hafi batnað um 60 % (á 12 árum).Skattar hafi hækkað mikið hjá eldri borgurum eða sem svarar einum mánaðarlaunum. Björgvin Guðmundsson