Sunnudagur, 10. júní 2007
VG sleit R-listanum
Svandís Svavarsdóttir oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur reynir í stóru opnuviðtali í Morgunblaðinu í dag að afsanna það, að Vinstri grænir hafi slitið R-listasamstarfinu.Það tekst þó ekki betur en svo,að Svandís viðurkennir í viðtalinu,að VG hafi slitið viðræðunum um samstarf og þar með samstarfinu um R-listann.VG hafi leiðst þófið og séð,að ekkert gekk og því slitið viðræðunum.Ekki þarf frekar vitnanna við. VG sleit samstarfinu og getur ekki þvegið ábyrgðina af því af sér. Ef R-listinn hefði haldið áfram og boðið fram við síðustu borgarstjórnarkosningar væri hann enn við völd í Reykjavík.
Svandís Svavarsdóttir talar mikið um það í viðtalinu,að jafnræði hafi átt að ríkja milli R-listaflokkanna.Ekki var þó sú regla alltaf höfð í heiðri. Við fyrsta framboðið hafði Alþýðuflokkurinn aðeins einn fulltrúa á listanum en hinir flokkarnir tvo menn hver. Þá var níðst á Alþýðuflokknum þar eð hann kom illa út í skoðanakönnunum. Þegar rætt var um framboðið 2005-2006 kom Samfylkingin vel út úr skoðanakönnunum og hafði fengið 31% í þingkosningunum 2003 þá vildu samstarfsflokkar Samfylkingarinnar ekki láta hana í neinu njóta mikils fylgis við uppröðun á listann.Þeim hefði verið nær að sýna þá örlítið meira raunsæi.Það var mjög takmarkaður áhugi hjá VG á því að halda R-lista samstarfinu áfram eins og sést best á því ,að VG sleit að lokum viðræðunum enda þótt Svandís gefi til kynna,að það hafi verið vegna þess,að Samfylkingin hafi ekki viljað að jafnræði ríkti á listanum .Síðar kom í ljós,að hugur VG stóð talsvert til samstarfs við íhaldið. Svandís geirir einnig mikið úr því að Ingibjörg Sólrún hafi hætt sem borgarstjóri og tekið 5. sæti á þinglista Samfylkingarinnar.Bæði Árni Þór Árnason og Alfreð Þorsteinsons fóru í þingframboð á undan Ingibjörgu Sólrunu án þess að Samfylkingin gerði nokkrar athugasemdir við það.Það var því fráleitt að gera stórmál úr því,að Ingibjörg Sólrún byði sig fram í varasæti ( 5.sætið).Hún hefði þrátt fyrir það getað verið áfram borgarstjóri og hefði haldið sig til hlés í kosningabaráttunni ef samkomulag hefði verið um það að hún héldi áfram starfi borgarstjóra.
Björgvin Guðmundsson