Þriðjudagur, 12. júní 2007
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn blandar sér í innanlandspólitíkina hér
Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefur verið hér síðustu daga að gera úttekt á íslensku efnahagslífi.Hefur sjóðurinn gert athugasemdir við ríkisfjármálin og talið þörf á auknu aðhaldi þar.Einnig hefur sjóðurinn talið viðskiptahallann of mikinn og verðbólguna enn of mikla. Allt eru þetta afleiðingar stjórnarstefnu fyrri stjórnar.En til viðbótar þessum athugasemdum hefur sjóðurinn gert athugasemdir sem eru alvarleg íhlutun um innanlandspólitíkina.Sjóðurinn hefur lagt til,að íbúðalánasjóður væri einkavæddur og sagt,að ekki megi hækka laun ríkisstarfsmanna.Hvort tveggja eru viðkvæm pólitísk deilumál.
Íbúðalánasjóður hefur um margra ára skeið verið pólitískt bitbein. Félagsmálaráðherra lýsti því yfir í síðustu viku,að sjóðurinn yrði ekki einkavæddur á meðan hún stjórnaði félagsmálaráðuneytinu.Í kjölfar þessarar yfirlýsingar ráðherrans er yfirlýsing Alþjóðagjaldeyrissjósins frekleg íhlutun um innanlandsmál.Það hefur um nokkurt skeið verið deilumál hvort íbúðalánasjóður hefði aukið þenslu hér með 90 % lánum til húsnæðiskaupa.Íbúðalánasjóður segir,að bankarnir hafi verið á undan með há lán á lágum vöxtum til íbúðalána. Og um svipað leyti aflétti Seðlabankinn bindiskyldu af bönkunum þannig að þeir höfðu mikið fé til umráða sem þeir gátu lánað til íbúðalána.Sennilega voru þetta mistök hjá Seðlabankanum.Ekki kemur til greina að einavæða íbúðalánasjóð. Og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að blanda sér í launamál hér á landi. Launamal ríkisstarfsmanna er innanlandsmál hér sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á ekki að skipta sér af.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)