Tilkynna þarf Bandaríkjunum,að heimildin gildi ekki lengur

Deilt er um það á alþingi hvort Bandaríkin hafi enn heimild til þess að nota Ísland til millilendinga  vegna flutninga til  Íraks en Bandaríkin fengu þessa heimild þegar hernaðaraðgerðir hófust í Írak.Utanríkisráðherra,Ingibjörg Sólrún,telur,að heimild þessi sé ekki lengur fyrir hendi.En Valgerður Sverrisdóttir,fyrrum utanríkisráðherra,telur,að heimildin gildi enn. Einfaldast er að utanríkisráðuneytið sendi Bandaríkjunum bréf og taki af allan vafa í þessu efni,þ.e. tilkynni ,að heimildin gildi ekki lengur.

 

Björgvin Guðmundsson


Engin tillaga frá Samfylkingunni í málefnum aldraðra

Ekki kom fram nein tillaga frá Samfylkingunni á sumarþinginu í málefnum aldraðra.Eina tillagan,sem kom fram  í þeim málaflokki, var tillagan frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins um 70 ára og eldri.Þessi staðreynd veldur eldri borgurum miklum vonbrigðum. Þeir bundu miklar vonir við Samfylkinguna miðað við öll þau kosningaloforð,sem flokkurinn gaf, fyrir kosningar um endurbætur í málefnum aldraðra.Tillagan um 70 ára og eldri fór fyrir heilbrigðisnefnd þingsins og enda þótt tillagan væri  stórgölluð  kom engin breytingatillaga fram um  lagfæringar á henni þannig,að hún næði til 67 ára og eldri eins og eðlilegt er þar eð eftirlaunaaldurinn er 67 ár. Ellert Schram situr í heilbrigðisnefnd og hefur sýnt málefum eldri borgara mikinn áhuga en hann flutti engar breytingatillögur í nefndinni um lagfæringar á tillögunni.
Það er að vísu ekki langt liðið frá valdatöku nýju ríkisstjórnarinnar en sumarþingið er kjörinn vettvangur fyrir brýn mál  eins og  málefni aldraðra,sem þola enga bið.Það hefði verið eðlilegt að flytja frumvörp um brýnustu hagsmunamál aldraðra á sumarþinginu. Samfylkingin á ekki að láta Sjálfstæðisflokkinn ráða ferðinni í þessum málum. Það er ekki nóg að flytja á alþingi tillögu frá landsfundi Sjálfstæðisfokksins.Mestu umbótamálin í þessum málaflokki komu fram í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar,svo sem um að afnema skerðingu tryggingabóta vegna tekna úr lífeyrissjóði,um að afnema   skerðingu tryggingabóta vegna tekna maka,bæði vegna atvinnutekna og tekna úr lífeyrissjóði og um að hækka lífeyri aldraðra  þannig að hann dygði fyrir framfærslukostnaði ,sbr. neyslukönnun Hagstofu Íslands.Það er krafa eldri borgara,að þessi mál komi strax fram en þau verði ekki dregin.
Björgvin Guðmundsson 

Bloggfærslur 13. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband