Getum boðið okkar eldri borgurum jafn góð kjör og Svíar bjóða sínum ellilífeyrisþegum

Íslendingar hafa á síðustu árum verið duglegir að minna á hvað þeir séu ríkir. Við berum okkur gjarnan saman við hin Norðurlöndin. Svíar eru einna ríkastir af Norðurlandaþjóðunum og Íslendingar eru álíka ríkir og þeir.Ef svo er eiga Íslendingar að geta boðið  eldri borgurum jafn góð kjör og Svíar gera .En mikið vantar á,að svo sé.

Í Svíþjóð sæta ellilífeyrisþegar engum tekjutengingum tryggingabóta vegna atvinnutekna eða lífeyrissjóðstekna.Engar skerðingar eiga sér heldur  stað vegna tekna maka.Við getum farið eins að. Við höfum efni á því eins og Svíar. Við getum búið   eldri borgurum jafn góð kjör og Svíar gera.Við eigum því strax að afnema allar tekjutengingar. Við eigum ekki að stíga einhver lítil  skref í þessu efni. Við eigum að stíga eitt stórt skref og afnema allar tekjutengingar í einu

 

Björgvin Guðmundsson

 


Ellilífeyrisþegum mismunað

Ellilífeyrisþegum mismunað

 

Sumarþingi lauk í gær. Aðeins ein breyting á almannatryggingalögunum var samþykkt.Var það frumvarpið  sem kveður á um að 70 ára og eldri megi hafa atvinnutekjur án þess að það skerði tryggingabætur.Minnihluti  heilbrigðisnefndar þingsins gerði margar athugasemdir við frumvarpið og benti m.a.á, að  með því væri verið að mismuna ellilífeyrisþegum., þar eð ellilífeyrisþegar 67-70 ára  mættu áfram sæta því,að atvinnutekjur þeirra yllu skerðingu tryggingabóta. Einnig benti minnihlutinn á, að ellilífeyrisþegar 67- 70 ára ættu auðveldara með að vinna en þeir, sem væru oðrnir 70 ára eða eldri. Enginn þingmaður stjórnarflokkanna flutti breytingatillögum um að lagfæra þetta atriði!. Engin önnur tillaga kom fram um málefni aldraðra á sumarþinginu.Eru   öll kosningaloforðin, sem gefin voru í þágu aldraðra gleymd.Eru þetta allar efndirnar við eldri borgara?

 Björgvin Guðmundsson

Bloggfærslur 14. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband