Stórhækka þarf grunnlífeyri aldraðra

Það þarf að stórhækka grunnlífeyri aldraðra og hækka hann í 70-80 þúsund á mánuði  sagði Helgi Hjálmsson,nýkjörinn formaður Landssambands eldri borgara í viðtali við Jóhann Hauksson á Útvarpi sögu í gær.Helgi gagnrýndi harðlega hinar miklu tekjutengingar,sem tíðkast í kerfi almannatrygginga hér. Hann sagði,að allir ættu að fá grunnlífeyrinn óskertan án tillits til tekna.Hins vegar mætti skerða tekjutryggingu eftir tekjum. En grunnlífeyririnn yrði að vera það hár , að hann ásamt lífeyri úr lífeyrissjóði dygði fyrir framfærslukostnaði. Grunnlífeyrir ætti að vera 70-80 þúsund á mánuði.

Helgi sagði,að menn ættu að fá óskertar greiðslur úr lífeyrissjóði. Þetta væri eign lífeyrisþega og ætti ekki að valda neinum skerðingum við útgreiðslu.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 15. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband