Föstudagur, 15. júní 2007
Stórhækka þarf grunnlífeyri aldraðra
Það þarf að stórhækka grunnlífeyri aldraðra og hækka hann í 70-80 þúsund á mánuði sagði Helgi Hjálmsson,nýkjörinn formaður Landssambands eldri borgara í viðtali við Jóhann Hauksson á Útvarpi sögu í gær.Helgi gagnrýndi harðlega hinar miklu tekjutengingar,sem tíðkast í kerfi almannatrygginga hér. Hann sagði,að allir ættu að fá grunnlífeyrinn óskertan án tillits til tekna.Hins vegar mætti skerða tekjutryggingu eftir tekjum. En grunnlífeyririnn yrði að vera það hár , að hann ásamt lífeyri úr lífeyrissjóði dygði fyrir framfærslukostnaði. Grunnlífeyrir ætti að vera 70-80 þúsund á mánuði.
Helgi sagði,að menn ættu að fá óskertar greiðslur úr lífeyrissjóði. Þetta væri eign lífeyrisþega og ætti ekki að valda neinum skerðingum við útgreiðslu.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)