Sunnudagur, 17. júní 2007
Ráðherrasósialismi
Fljótlega eftir að hin alþjóðlega hreyfing sósialista klofnaði í jafnaðarmenn og kommúnista kom upp ágreiningur meðal jafnaðarmanna um það hvort þeir ættu að setjast í ríkisstjórn með borgaraflokkum áður en flokkar þeirra næðu hreinum meirihluta. Stefna þeirra, sem vildu setjast í samsteypustjórnir með borgaraflokkum var nefnd ráðherrasósialismi. Hér á landi var aldrei verulegur ágreiningur um þessa stefnu. Jafnarðarmenn töldu rétt að setjast í slikar samsteypustjórnir,ef þeir gætu tryggt framgang einhverra mikilvægra stefnumála.
Samfylkingin settist í ríkstjórn með Sjálfstæðisflokknum að aflokum síðustu kosningum.Það er á mörkunum,að hún hafi fengið framgengt nægilega mörgum mikilvægum stefnumálum í því stjórnarsamstarfi.Samfylkingin náði fram ágætum umbótum fyrir börn og ungmenni og hefur alþingi þegar samþykkt þingsályktun um þau mál.En kaflinn í stjórnarsáttmálanum um aldraða og öryrkja er mjög óljós og of mikið þar af ákvæðum eins og stefna ber að og athuga ber.Ef til vill er eitt það mikilvægasta sem Samfylkingin fekk framgengt að fá í sinn hlut félags- og tryggingamál og að fá jafnmarga ráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn.En sá galli er á því,að Samfylkingin fær ekki tryggingamálin og málefni aldraðra fyrr en um næstu áramót.Fram að þeim tíma fer ungur hægri maður úr Sjálfstæðisflokknum með tryggingamálin.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)