"Kvótakerfið hefur mistekist"

Kvótakerfið hefur mistekist sem stjórnkerfi fiskveiða,sagði Sturla Böðvarsson forseti alþingis í ræðu sem hann flutti 17.júní á Ísafirði. Hann sagði,að þessi staðreynd kallaði á allherjar uppstokkun á fiskveiðistjórnarkerfinu,ef sjávarbyggðirnar ættu ekki að hrynja.Hann sagði sveiflur í þorskveiðum og framsal aflaheimila ógna atvinnulífinu og byggðum landsins.

Enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur gagnrýnt kvótakerfið eins harkalega eins og Sturla Böðvarsson gerir í þessari ræðu.Ræðan vekur enn meiri athygli en ella með því að hér talar fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og forseti alþingis.Þessi harða gagnrýni Sturlu leiðir athyglina að því, að það er ekkert í stjórnarsáttmálanum um að endurskoða beri kvótakerfið eða að taka beri upp nýtt kerfi. Þó hefur Samfylkingin gagnrýnt þetta kerfi harðlega á undanförnum árum og bent á,að  með kvótakerfinu hafi ójöfnuður aukist mikið í þjóðfélaginu og  auður safnast á fárra hendur. Það olli miklum vonbrigðum,að Samfylkingin skyldi ekki halda þessu mikilvæga stefnumáli sínu til streitu í stjórnarsamningunum. En þessu máli verður ekki sópað undir teppið eins og sest best á ræðu Sturlu Böðvarssonar.

Það er allt rétt í ræðu Sturlu nema að hann talar um að sjávarbyggðirnar muni hrynja ef kvótakerfið verður ekki stokkað upp. En þær eru þegar hrundar. Um allt land er sem sviðin jörð eftir kvótakerfið í sjávarbyggðum  landsins.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Bloggfærslur 18. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband