Kvótakerfið hefur gengið sér til húðar

Miklar umræður hafa orðið um kvótakerfið í framhaldi af ræðu  Sturlu Böðvarssonar um það mál. Einar Oddur tók strax undir með Sturlu  með gagnrýni á kerfið.En  svo hafa aðrir snúist til varnar kerfinu svo sem sjávarútvegsráðherrann og formaður LÍÚ.

Það er rétt hjá Sturlu að kerfið hefur mistekist. Það hefur gengið sér til húðar og annað hvort verður að afnema það og taka upp sóknardagakerfi eða að endurskoða kerfið og gera á því róttækar breytingar. Sjavarútvegsráðherra segir,að ekki sé unnt að færa aflaheimildir milli byggða. Það kann rétt að vera. En það er unnt að innkalla allar aflaheimildirnar strax eða að ákveða að fara fyrningarleiðina og gera það smátt og smátt.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 19. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband