Laugardagur, 2. júní 2007
Sviðin jörð eftir kvótakerfið!
Reynt er nú að kaupa Vinnslustöðina frá Eyjum til þess að ná kvótanum í burt þaðan.Það eru eigendur Brims,Guðmundur og Hjálmar Kristjanssynir,sem eru að reyna að kaupa Vinnslustöðina.Guðmundur keypti Útgerðarfélag Akureyrar með hjálp Landsbankans og sagðist ætla að reka fyrirtækið áfram frá Akureyri en sveik það.Nú reynir hann að endurtaka sama leikinn í Eyjum. Vonandi hrinda Eyjamenn árás þeirra bræðra.
Morgunblaðinu ofbýður nú svo kvótabraskið út um allt land,að það getur ekki orða bundist í forustugrein í dag og segir,að það sé sviðin jörð víða um byggðir landsins vegna kvótakerfisins. Blaðið nefnir serstaklega Flateyri og þá hættu,sem nú vofi yfir Eyjum. Segir blaðið,að Einar K. Guðfinnsson sjávarúvegsráðherra verði að taka taumana.
Björgvin Guðmundsson