Spáð miklu atvinnuleysi

Greiningardeild fjármálaráðuneytisins spáir því,að atvinnuleysi muni þrefaldast hér á næstu 2 árum.Gangi það eftir verða hér mikil umskipti eftir það mikla þensluskeið,sem verið hefur undanfarin ár. Fjármálaráðuneytið spáir því,að atvinnuleysi verði 3,9% á næsta ári og 4,5% árið 2008.Mikið er af útlendingum í landinu. Þeir,sem hafa atvinnuleyfi til skamms tíma munu þá fara úr landi en mikill fjöldi útlendinga hefur hér full réttindi og getur verið áfram í landinu þó atvinna dragist saman. Hætt er við því að í mörgum tilvikum muni atvinnurekendur þá jafnvel fremur ráða útlendingina á lægra kaupi en Íslendinga .Slíkt er ólöglegt en erfitt er að fylgjast með því. Ný vandamál í sambandi við útlendinga geta því komið upp.
Það var búið að spá því fyrir löngu,að erfiðari tímar í efnahagsmálum væru framundan. Mikill halli er á viðskiptum okkar við við útlönd og verðbólga langt umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans.Gífurlegar vaxtahækkanir Seðlabankans hafa litlu
áorkað í því að lækka verðbólguna.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 20. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband