Var byrjað á öfugum enda?

Steingrímur J. Sigfússon,formaður VG,skrifar grein  í Fréttablaðið í dag um velferðarmálin. Hann segir,að í Þeim málum hafi verið byrjað á öfugum enda á sumarþinginu með því að samþykkja,að atvinnutekjur 70 ára og eldri skuli ekki valda skerðingu tryggingabóta. Steingrímur segir,að þeir,sem orðnir eru 70 ára og eldri og enn við vinnu hljóti að vera við góða heilslu en hinir sem ekki treysti sér til þess að vinna  séu mun verr staddir og þurfi frekar aðstoð. Það hefði átt að byrja á því að veita þeim aðstoð.Ég get verið sammála Steingrími í þessu efni. Mér finnst afgreiðsla sumarþingsins á málefnum aldraðra  mjög furðuleg og  raunar algert klúður. Ég skil ekki  hvernig unnt er að  mismuna ellilífeyrisþegum með því að láta eina  reglu gilda fyrir 70 ára og eldri og aðra fyrir 67-70 ára. Þetta er  mismunun og  brot   á jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar.

Björgvin Guðmundsson

í


Bloggfærslur 25. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband