Gjaldþrot kvótakerfisins: Þorskstofninn aldrei verr staddur

Sjávarútvegsráðherra undirbýr nú stórfelldan niðurskurð á aflaheimildum næsta kvótaár.Hafrannsóknarstofnun leggur til þriðjungs niðurskurð. Og í gær kom álit frá Hagfræðistofnun Háskólans þess efnis að  skera ætti niður aflaheimildir ekki minna en Hafró leggur til jafnvel meira.Nú er það svo,að fiskifræðingar eru ekki sammála um hvaða leið eigi að fara til þess að vernda þorskstofninn. Sumir fiskifræðingar segja,að þorskinn skorti æti og  því leysi það ekki vandann að skera veiðina niður. Jafnvel sé líklegt,að það gæfi betri raun að veiða meira þar eð þá hefði fiskurinn,sem eftir væri í sjónum frekar nægilegt æti.

Kvótakerfið,sem átti að vernda þorstofninn, hefur algerlega brugðist í því efni.Þorskstofninn hefur aldrei staðið verr en í dag eftir að  kvótakerfið hefur verið við líði í langan tíma. Skuldir útgerðarinnar hafa stóraukist.Nýir aðilar hafa enga möguleika á því að hefja útgerð.Greinin er lokuð.Kerfið er meingallað og ranglátt og hefur ekki náð þeim tilgangi að varðveita þorskstofninn.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 27. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband