Fimmtudagur, 28. júní 2007
Hagfræðistofnun vill setja markaði okkar erlendis í uppnám!
Hagfræðistofnun vill ganga enn lengra en Hafró í niðurskurði á veiðum næsta fiskveiðiár. Helst vill hagfræðistofnun,að þorskveiðin væri alveg stövuð í ákveðinn tíma.Það er furðulegt,að hagfræðimenntaðir menn í Háskólanum skuli láta sér detta slíkt í hug. Ef þorskveiðar Íslendinga væru stöðvaðar í 1-2 ár mundu dýmætir markaðir okkar erlendis glatast og það gæti tekið mjög langan tíma að vinna þá markaði aftur. Ef viðskiptaaðilar Íslands erlendis fá ekki þann fisk frá Íslendingum,sem þeir eru vanir að fá snúa þeir sér annað. Og ef þeir eru ánægðir með nýju viðskiptaaðilana halda þeior áfram að skipta við þá,einnig eftir að Ísland getur á ný selt þeim þorsk.
Stórfelldur niðurskurður veiða eða stöðvun veiða er því ekki aðeins stófellt áfall fyrir sjávarbyggðir,sem eiga allt sitt undir þorskveiðum heldur gætu slíkar ráðstafanir eyðilagt dýrmæta markaði okkar erlendis.Það er því mjög mikilvægt að fundin sé skynsamleg millileið í niðurskurði aflaheimilda.
Björgvin Guðmundsson