Föstudagur, 29. júní 2007
Gott framtak Ingibjargar Sólrúnar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,utanríkisráðherra,hefur ákveðið að láta rannsaka hugsanlegt fangaflug til Íslands. Þó nokkuð margar flugvélar frá Bandaríkjunum millilentu á flugvöllum hér á leið til Evrópu eða þaðan og aftur heim til Bandaríkjanna. Grunur leikur á að þessar flugvélar hafi verið að flytja fanga í fangelsi í Evrópu,þar sem til hafi staðið að pynta fangana. Nú hefur verið upplýst,að a.m.k. í Póllandi og Rúmeniu voru slíkir fangar í fangageymslum.Fram hefur komið að mál þetta var rætt sem algert trúnaðarmal hjá NATO haustið 2001. Þetta mál hefur áður verið rætt hér á landi og hafa ráðamenn hér þá ávallt svarað því til,að þeim væri ókunnugt um nokkuð fangaflug hingað. Nú ætlar Ingibjör Sólrún sem sagt að fá hið sanna fram og það er vel.
Björgvin Guðmundsson