Sunnudagur, 3. júní 2007
Vildi framsókn vinstri stjórn?
Bjarni Harðarson alþingismaður framsóknar skýrir frá því í Blaðinu í gær,að hann hafi boðið upp á aðild framsóknar að vinstri stjórn strax daginn eftir kosningar. Þetta hafi hann gert í Silfri Egils með umboði frá forustu framsóknar en fulltrúar vinstri flokkanna, Samfylkingar og VG,sem hafi verið í þættinum hafi ekkert tekið undir þessar hugmyndir,heldur þvert á móti. Ég horfði á þennan þátt þannig,að ég staðfest ,að þetta er rétt. Það var enginn áhugi hjá vinstri flokkunum á vinstri stjórn.Hitt er annað mál,að Framsókn gerði mikil mistök að draga sig ekki út úr ríkisstjórninni strax eftir kosningar. Við það hefði forsetinn tekið málin í sínar hendur og hugsanlega falið Ingibjörgu Sólrúnu að mynda stjórn.En í staðinn fyrir að gera þetta lá framsókn á brjósti íhaldsins eins lengi og hún gat og vonaði að gamla stjórnin yrði framlengd.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)