Þriðjudagur, 5. júní 2007
Gæta verður réttar minnihlutans
Í lýðræðisskipulagi hefur minnihlutinn viss réttindi. Meirihlutinn má ekki valta yfir minnihlutann.Þeir ,sem tekið hafa þátt í stjórnmálum, hafa flestir hverjir upplifað það að vera bæði í meirihkuta og minnihluta.
Á alþingi eru nú til meðferðar tvö stjórnarfrumvörp,annað um breytingu á lögum um stjórnarráð Íslands en hitt um breytingar á þingsköpum alþingis. Hér er um að ræða breytingu vegna breyttrar verkaskiptingar ráðherra,sem samið var um í stjórnarsáttmálanum. Mjög harðar deilur urðu um frumvörp þessi á alþingi,sennilega aðalllega vegna klaufaskapar.Svo óheppilega vildi til,að frumvarpið um breytingar á þingsköpum var lagt fram á undan en það fór illa í stjórnarandstöðuna. sem benti á,að ekki væri eðlilegt að breyta þingsköpum alþingis vegna breytingar,sem ætti síðar að gera á stjórnarráðinu og sumar breytingarnar ekki fyrr en um áramót. Þegar breytingar eru gerðar á þingsköpum alþingis er ráð að efna til þverpólitísks samráðs um málið.Það hefur oft verið gert áður en var ekki gert nú.Nýi stjórnarmeirihlutinn verður að gæta þess að misbeita ekki valdi sínu þó meirihlutinn sé mikill. Minnihlutinn á einnig sinn rétt.Þá kom það fram,að í frumvarpinu um stjórnarráð Íslands er gert ráð fyrir að forsætisráðherra fái heimild til þess að breyta skipulagi ráðuneyta án þess að leggja það fyriralþingi. Það er algerlega óeðlilegt. Í seinni tíð hefur verið talið að heimildarlög væru óeðlileg og hefur hæstiréttur dæmt heimildarákvæði ógild.Það er óeðlilegt að samþykkja heimildarlög um stjórnarráðið. Málið á að leggjast fyrir alþingi hverju sinni.
Björgvin Guðmundsson