Ofurlaun til skammar

Fjölmiðlar  hafa skýrt frá því,að laun seðlabankastjóra  hafi verið hækkuð um 200 þúsund krónur á mánuði og séu nú 14oo þúsund á mánuði.Ekki er langt síðan að laun þessara   embættismanna voru hækkuð um 25-30 %.Seðlabankinn brýnir gjarnan fyrir landsmönnum að spara og eyða ekki um efni fram til þess að ekki verði þensla og verðbólga.Hvernig má það þá vera af bankastjórar bankans taki sér slík ofulaun. Þetta ráðslag er til skammar og óskiljanlegt,að formaður bankaráðsins,framsóknarmaðurinn, Helgi Guðmundsson,skuli flytja tillögu um svo há laun seðlabankastjóra.Á sama tíma og bótaþegar almannatrygginga verða að láta sér nægja rúmar 100 þúsund á mánuði og á meðan laun verkamanna eru 100-200 þúsund á mánuð þá eru laun bankastjóra Seðlabankans hækkuð jafnmikið og nemur mánaðarlaunum þessa fólks.

Það er svo önnur saga,að Seðlabankanum gengur illa í baráttu sinni við verðbólguna. Samtök atvinnulífsins segja,að  Seðlabankinn skaði atvinnulífið með hávaxtastefnu sinni en ekki öfugt.Ekki skal lagður dómur á það hér en Seðlabankanum bent á,að ef hann vill vinna sér traust og trúverðugleika verður bankinn að gæta hófs á  öllum sviðum,þar á meðal í launmálum yfirmanna sinna.

Björgvin Guðmundsson 


Bloggfærslur 7. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband