Föstudagur, 8. júní 2007
Betur má,ef duga skal
Nýja ríkisstjórnin verður að gera betur í málefnum aldraðra en að afnema skerðingu á tryggingabótum hjá 70 ára og eldri.Þetta er það eina sem komið hefur fram frá stjórninni í málefnum aldraðra.Hvað er með efndir á öllum loforðum stjórnarflokkanna í málefnum aldraðra?Hvað með afnám á skerðingu tryggingabóta vegna tekna maka.( vegna atvinnutekna og lífeyrissjóðstekna)? Hvað með afnám skerðingar á tryggingabótum vegna tekna úr lífeyrissjóði? Hvað með hækkun á lífeyri aldraðra svo að hann dugi fyrir framfærslukostnaði? Ekkert bólar á þessum tillögum.Og sú eina tillaga,sem komið hefur fram,er stórgölluð. Hún tekur aðeins til 70 ára og eldri en ekki til 67 -70 ára . Eiga eldri borgarar að greiða skatta og sæta skerðingu tryggingabóta á aldursbilinu 67-70 ára? Þeir sætta sig ekki við það og hætta því að vinna 67 ára. Ef þeir eru hættir að vinna er erfitt fyrir þá að byrja að vinna á ný.Þetta gengur því ekki upp hjá ríkisstjórninni.Hún verður að endurskoða þetta ákvæði og koma strax með aðrar endurbætur í málefnum aldraðra. Það á ekki að draga þessar tillögur.Þetta eru áríðandi mál,sem þola ekki bið.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. júní 2007
Íbúðalánasjóður verður ekki einkavæddur
Jóhanna Sigurðardóttir,félagsmálaráðherra,lýsti því yfir á alþingi í gær,að Íbúðalánasjóður yrði ekki einkavæddur á meðan hún stjórnaði félagsmálaráðuneytinu.Það ber að fagna þessari yfirlýsingu,þar eð ýmsir í Sjálfstæðisflokknum hafa sótt það fast,að breyta íbúðalánasjóði í heildsölubanka og að láta bankana taka við afgreiðslu lána frá íbúðalánasjóði.Við myndun ríkisstjórnarinnar var sagt,að flytja ættiu íbúðalánasjóð úr félagsmálaráðuneytinu í fjármálaráðuneytið. Þetta verkaði illa og gat bent til þess,að ætlunin væri að einkavæða íbúðalánasjóð.A.m.k. taldi Guðni Ágústsson,formaður Framsóknarflokksins, það. Hann hefur starfað með Sjálfstæðisflokknum sl. 12 ár og þekkir vel til þar.Hann sagði,að fjármálaráðherra biði eftir því að hremma íbúðarlánasjóð eins og úlfurinn rauð hettu.Guðni veit hvað sjálfstæðismenn vilja í þessu efni.Bankarnir hafa barist hart fyrir því að fá íbúðalánasjóð og einkarekstursmenn í Sjálfstæðisflokknum hafa stutt þá kröfu.Það kemur ekki til greina að flytja sjóðinn í bankana og það kemur ekki til greina að breyta sjóðnum í heildsölubanka. Ef það yri gert mundu vextir strax hækka og kjör lántakenda versna. Íbúðalánasjóður í þeirri mynd sem hann er í nú hefur haldið vöxtum niðri.
Björgvin Guðmundsson