Missa Íslendingar forustuhlutverkið í hendur Norðmanna?

Þorsteinn Már framkvæmdastjóri Samherja segir,að Íslendingar muni missa forustuhlutverkið á erlendum mörkuðum fyrir þorsk við kvótaskerðinguna. Íslendingar hafa haft forustu á þessum mörkuðum en þegar þeir geta ekki útvegað  jafnmikið magn af þorski inn á þessa markaði og áður missi þeir forustuna og Norðmenn ná henni . Mikil samkeppni er milli Íslendinga og Norðmanna á erlendum fiskmörkuðum, m.a. á saltfiskmörkuðunum.Ef Norðmenn ná forustunni af Íslendingum getur orðið  erfitt eða ókleift fyrir Íslendinga að ná henni aftur. Kvótaskerðingin getur því skaðað Íslendinga mikið á erlendum mörkuðum. Hætt er við að Íslendingar missi mikilvæga viðskiptavini erlendis vegna kvótaskerðingarinnar og það getur verið erfitt að ná þeim viðskiptavinum aftur. Þetta hefði hagfræðistofnun  háskólans átt að athuga áður en hún gaf álit sitt um kvótaskerðingu.

 Það hefði verið skynsamlegra að fara þá leið sem Guðni Ágústsson,formaður Framsóknarflokksins, vildi fara  í þessu máli. Hann vildi fara millileið, fara með þorskkvótann í 150 þúsund tonn í stað 130 þúsund eins og sjávarútvegsráðherra ákvað. Þá hefði verið meiri möguleiki  á því að halda erlendum mörkuðum og höggið fyrir sjávarbyggðirnar hefði ekki orðið eins þungt.  Undanfarið hafa margir talsmenn sjávarbyggða komið fram í fjölmiðlum og lýst áhrifum kvótaskerðingarinnar. Fram hefur komið,að áfallið verður mun meira en reiknað var með og mótvægisaðgerðir ríkisstjórarinnar hafa lítil áhrif í byrjun. Þar virðist fyrst og fremt um langtímaaðgerðir að ræða og þær hálpa ekki fólkinu,sem missir vinnuna strax.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 10. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband