Almannatryggingar:Umbætur láta á sér standa

Eldri borgari skrifar grein í Mbl. í dag um breytingar á lögum um almannatryggingar.Hann segist hafa hugsað sér gott til glóðarinnar að njóta þeirrar breytingar,að  atvinnutekjur maka hans mundu ekki skerða tryggingabætur hans.En honum brá heldur þegar hann komst að því,að atvinnutekjur maka hans mundu áfram skerða tryggingabætur hans,þar eð kona hans er nokkrum árum yngri en hann.Atvinnutekjur konunnar hætta ekki að skerða tryggingabætur hans fyrr en konan verður 70 ára. Þetta finnst manninum ranglátt og undir það  skal tekið.

Það er frekleg mismunun og brot á jafnréttisákvæðum stjórnarskrárinnar að mismuna ellilífeyrisþegum að þessu leyti eftir aldri.Þeir,sem eru 70 ára og eldri njóta þeirrar breytingar að atvinnutekjur þeirra skeða ekki tryggingabætur en 67-70 ára ellilífeyrirþegar eru beittir þeim rangindum,að tryggingabætur þeirra eru áfram skertar ef þeir hafa atvinnutekjur. Þetta stenst ekki.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 11. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband