Fimmtudagur, 12. júlí 2007
Áfram hæstu vextir í Evrópu
Næsta ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti verður tilkynnt fimmtudaginn 6. september n.k. .Þetta þýðir að vextir á Íslandi verða áfram þeir hæstu í Evrópu.Margir reiknuðu með,að vextir mundu nú lækka,öll skilyrði væru til þess en svo varð ekki. Hinir háu vextir eiga stóran þátt í háu gengi krónunnaar,sem skaðar stórlega útflutningsatvinnuvegina. Heimilin í landinu eru að sligast undan háum útlánsvöxtum.
Hagstofan hefur birt hækkun neysluverðs í júlí. Nemur hækkunin 0,22% frá fyrra mánuði eða 4,6% sl. 6 manuði og 3,8% sl. 12 mánuði.Verðbólgan hefur því minnkað nokkuð en er samt langt yfir viðmiðunarmörkum Seðlabankans sem eru 2,5%.Fórnarkostnaðurinn er þó alltof hár í þessari baráttu.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)