Föstudagur, 13. júlí 2007
Hæsta verð á matvælum hér i Evrópu
Verð á matvælum, áfengi og tóbaki er 61 prósent hærra á Íslandi en að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í niðurstöðum evrópskrar könnunar. Verð var næst hæst í Noregi þar sem það mældist 56 prósent yfir meðaltali. Sé skattalækkunin í mars tekinn inn í dæmið er verð engu að síður hæst á Íslandi samkvæmt Hagstofunni.E
Þessar upplýsingar leiða í ljós,að þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til þess að lækka matvælaverð með lækkun virðisaukaskatts á matvælum 1.mars sl. hefur lítið miðað í þá átt að lækka matvælaverð.Enda er nú komið í ljós,að lágvöruverðsverslanirnar hafa ekki lækkað eins mikið og nam lækkun skattsins.
Ísland er því áfram með hæsta mavælaverð í Evrópu eða okurverð eins og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur kallar Það og hæstu vexti í Evrópu eða okurvexti eins og ég kalla það.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 13. júlí 2007
Á að afhenda einkaaðilum orkufyrirtækin?
Einkafyrirtækið Geysir Green Energy hefur nú eignast þriðjung í Hitaveitu Suðurnesja.Það er mjög varhugavert að hleypa einkaaðilum inn í orkufyrirtækin.Er ég mjög hissa á því að sveitarfélögin,sem eiga hitaveituna skuli hafa stigið þetta skref.Hættan er sú,að einkaaðilar,sem komast inn í orkufyrirtækin knýi fram hærra verð til neytenda til þess að tryggja sér sem mestan gróða. Og einkafyrirtækin láta sér ekki nægja þriðjungs hlut. Þau munu reyna að eignast þessi fyrirtæki með öllu. Það verður að sporna við þessu strax.Ég er sammmála Jóni Bjarnasyni þingmanni VG í þessu máli.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)