Mánudagur, 16. júlí 2007
Er evran lausnin?
Tveir ráðherrar Samfylkingarinnar hafa gagnrýnt hávaxtastefnu Seðlabankans,þau Jóhanna Sigurðardóttir og Björgvin G.Sigurðsson.Jóhanna segir,að hávaxtastefna Seðlabankans bitni illa á heimilunum í landinu. Hún spáir því,að hávaxtastefnan líði fljótlega undir lok.Björgvin G.Sigurðsson segir ,að íslenska krónan sé alltof veik og máttvana mynt.Lausn okkar felist í því að ganga í ESB og Myntbandalag Evropu og taka upp evru.Fyrst verði þó að ákveða samningsmarkmið okkar fyrir samninga við ESB og leggja málið í þjóðaratkvæði.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 16. júlí 2007
Er evran lausnin!
Tveir ráðherrar Samfylkingarinnar hafa gagnrýnt hávaxtastefnu Seðlabankans,þau Jóhanna Sigurðardóttir og Björgvin G.Sigurðsson.Jóhanna segir,að hávaxtastefna Seðlabankans bitni illa á heimilunum í landinu. Hún spáir því,að hávaxtastefnan líði fljótlega undir lok.Björgvin G.Sigurðsson segir ,að íslenska krónan sé alltof veik og máttvana mynt.Lausn okkar felist í því að ganga í ESB og Myntbandalag Evropu og taka upp evru.Fyrst verði þó að ákveða samningsmarkmið okkar fyrir samninga við ESB og leggja málið í þjóðaratkvæði.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. júlí 2007
Vill efla velferðarkerfið
Morgunblaðið birti stórt viðtal við Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í gær,sunnudag. Þar kemur fram að Jóhanna vill efla velferðarkerfið. Hún segir,að ójöfnuður hafi aukist í þjóðfélaginu. Hún nefnir nokkur dæmi um hvað hún vilji gera í velferðarmálum. M.a. nefnir hún félagslegar íbúðir en Páll Péturssin lagði sem félagsmálaráðherra niður félagslegar íbúðabyggingar, og ákvað að fólk fengi í staðinn lán til að kaupa á almennum markaði.Jóhanna kveðst vilja kanna hvort endurreisa eigi félagslega íbúðakerfið að einhverju leyti.Það er áreiðanlega full þörf á því. Hún nefnir einnig,að hún vilji gera endurblætur á almannatryggingum m.a. í málefnum aldraðra og öryrkja.Enginn efi er á því að Jóhanna vill vel í þessum efnum. Hún hefur sýnt það á alÞingi. Eftir er hins vegar að sjá hvað hún kemst með samstarfsflokkinn. Stefnan í þessum málum er mjög óljóst orðuð í stjórnarsáttmálanum. Ekkert hefur enn gerst í málefnum aldraðra og öryrkja,a.m.k. ekkert sem tekur að nefna. En það verður að gerast í strax í haust.
Björgvin Guðmundsson