Erlendar skuldir þjóðarinnar hafa stóraukist

 Erlendar skuldir þjóðarinnar hafa aukizt mjög síðan 1997 vegna mikils halla á viðskiptum við útlönd flest árin . Heildarskuldirnar hafa stóraukist og námu 280% af landsframleiðslu í árslok 2005 og 441% í ársok 2006 . Langtímaskuldirnar, þ.e. heildarskuldir að frádregnum skammtímaskuldum, hafa einnig haldið áfram að hækka og námu 234% af landsframleiðslu í árslok 2005 og 355% í árslok 2006.

Hér er átt við allar skuldir þjóðarinnar,ríkis,sveitarfélaga,fyrirtækja og einstaklinga. Skuldaaukningin stafar af  mikilli eyðslu landsmanna og miklum framkvæmdum,við virkjanir og  aðarar framkvæmdir.Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gert athugasemdir við mikla skuldasöfnun þjóðarinnaar  og erlendar matsstofnanir hafa einnig vakið athygli á skuldasöfnun þjóðarinnar og bankanna sérstaklega.Það getur ekki gengið til lengdar að auka allataf skuldir þjóðarinnar erlendis. Að vísu hafa eignir þjóðarinnar einnig aukist mikið. En ei að síður:Skuldir þjóðarinnar erlendius eru alltof miklar.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 17. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband