Mbl.:Engin sátt um kvótakerfið

Morgunblaðið hefur gert mikla úttekt á kvótakerfinu og sent blaðamann á Vestfirði og Austfirði til þess að ræða  við úgerðarmenn og sjómenn um kerfið,m.a. vegna tillagna Hafró um þriðjungs niðurskurð á  þorskveiðiheimildum.Niðurstaða blaðins af úttekt á Vestfjörðum er þessi: Það er engin  sátt um kvótakerfið. Menn hugsa til þess með hryllingi á Vestfjörðum,ef  farið verði að tillögum Hafró og jafn mikið skorið niður og þar er lagt til. Enginn landshluti á eins mikið   undir þorskveiðum komið og Vestfirðir. Það yrði því reiðarslag fyrir þennan landshluta ef  skorið yrði niður um þriðjung. Svipaða sögu er að segja af Austfjörðum. Þó er ástandið þar skárra í kringum álverksmiðjuna á Reyðarfirði en ástandið er slæmt á stöðum fjær verksmiðjunni. Smæri útgerðarstaðir á Vestfjörðum og Austfjörðum  hafa áður orðið fyrir þungum áföllum vegna kvótakerfisins. Þetta kerfi hefur algerlega mistekist og stjórnvöld geta ekki lengi enn lamið hausnum við steininn og haldið þessu ónýta kerfi. Björgvin Guðmundsson  

Bloggfærslur 2. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband