Sunnudagur, 22. júlí 2007
ASÍ annist verðkannanir
Miklar deilur hafa staðið að undanförnu um verðkannanir ASÍ. Eru það einkum stórmarkaðir eins og Bonus og Krónan sem hafa gagnrýnt kannanir ASÍ en einnig virðist sem atvinnurekendur og verslunareigendur telji ,að kannanirnar væru betur komnar í höndum Hagstofunnar. Ég tel,að ASÍ hafi annast verðkannanir vel og til skamms tíma sættu þær ekki neinni gagnrýni. Nauðsynlegt er þó að skapa frið um þessar kannanir og er það því af hinu góða að viðsiptaráðherra skuli efna til viðræðna við alla aðila sem þetta mál varða. Ef til vill er unnt að gera einhverjar breytingar á könnunum ASÍ til þess að skapa meiri friðum þær,t.d nota aukna tækni við kannanirnar. Mbl. segir frá því í leiðara í dag,að blaðið hafi stundum gert verðkannanir og hafi verslunareigendur iðulega rokið upp með athugasemdum um kannanirnar. Bendir það til þess,að verslunareigendur vilji helst vera alveg lausir við' slíkar kannanir. En neytendur eiga kröfu á því að þær séu gerðar og að unnt sé að reiða sig á þær.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)