Orkuveitan ekki einkavædd

Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri    í Reykjavík hefur lýst því yfir, að Orkuveita Reykjavíkur verði ekki einkavædd.Það  ber að fagna þessari yfirlýsingu. Margir óttuðust,að Sjálfstæðisflokkurinn mundi með aðstoð Framsóknar einkavæða Orkuveituna   eftir að þessir flokkar komust til valda í Reykjavík.Það er vitað,að margir innan Sjálfstæðisflokksins vilja einkavæða orkugeirann og þar á meðal Landsvirkjun. Ég  treysti því, að Samfylkingin standi gegn einkavæðingu Landsvirkjunar og yfirlýsing borgarstjóra leiðir   ljós, að Orkuveitan verður ekki einkavædd .Einkavæðing orkugeirans mundi aðeins leiða til þess  að allar gjaldskrár yrðu hækkaðar, þar eð þá yrði markmiðið það eitt hjá eigendum að græða sem mest á rekstrinum en hagsmunir notenda yrðu látnir sitja á  hakanum. 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 26. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband