Hvað verður niðurskurðurinn mikill?

Búist er við ákvörðun um niðurskurð aflaheimilda í dag eða í síðasta lagi   á fimmtudag.LÍU leggur til að leyft verði að veiða 155-160 þúsund tonn.Framsóknarflokkurinn vill að leyft verði að veiða 150 þúsund tonn.Hafró leggur til 130 þúsund tonn eða þriðjungs minnkun frá yfirstandandi fiskveiðiári.Nokkuð margir hallast að því að farið verði  að tillögum Hafró.

Ég tel,að það yrði of harkalegur niðurskurður að skera fiskveiðiheimildir niður í 130 þúsund tonn. Það yrði algert reiðarslag fyrir byggðirnar á Vestfjörðum  sem eiga allt undir þorskveiðum komið. Með tilliti til mikillar gagnrýni á störf Hafró tel ég heldur ekki að ráðgjöf stofnunarinnar sé óskeikul.Bent hefur verið á að fyrir 13 árum  lagði Hafró til mikinn niðurskurð aflaheimilda,sem farið var eftir. Hafró sagði þá,að ef farið yrði að tillögum stofnunarinnar um niðurskurð mundi þorskstofninn byggjast ört upp. Það var farið eftir þessum tillögum en stofninn hefur ekki rétt við,þvert á móti hefur ástand hans versnað enn. Þetta bendir til þess að  ekki sé nema að takmörkuðu leyti unnt að hafa áhrif á þorskstofninn.Það er ekki stöðugt unnt að skera niður veiðiheimildir. Það eru takmörk fyrir því hvað unnt er að ganga langt á þeirri braut.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 3. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband