Skuldir heimilanna aukist meira en eignir

Í tengslum við birtingu álagningarskrár skatta hefur ríkisskattstjóri birt ýmsar upplýsingar um skattlagninguna og aukingu eigna og  skulda.Í ljós kemur,að skuldir hafa aukist meira en eignir milli ára.Skuldir heimilanna voru 1113 milljarðar um síðustu áramót og höfðu aukist um 21% milli ára en eignir heimilanna höfðu aukist um 14,9 % milli ára og námu  2800 milljörðum í lok sl. árs.Skuldaaukning heimilanna er mikið áhyggjuefni. Fyrir 6 árum skulduðu heimilin 550 milljarða kr  en nú hafa þessar skuldir tvöfaldast eða aukist um  103% í 1113 milljarða sem fyrr segir.Eignir heimilanna hafa á sama tíma aukist um 92% eða um 556 milljarða.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 31. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband