Fimmtudagur, 5. júlí 2007
Lækkað lánshlufall íbúðalána hefur lítil áhrif á verðbólguna
Ríkisstjórnin ákvað að lækka lánshlutfall íbúðalána Íbúðalánasjóðs úr 90% í 80% til þess að slá á verðbólgu. Þesi ráðstöfun hefur mjög lítil áhrif í því efni á meðan bankarnir lána 90%,ríkisútgjöld eru jafn mikil og raun ber vitni og eftirspurn almennt í þjóðfélaginu mjög mikil ,bæði af hálfu einstaklinga og hins opinbera.Þessi ráðstöfun bitnar helst á fólki úti á landi en hefur lítil áhrif á höfuðborgarsvæðinu.
Framkvæmdir eru enn mjög miklar í landinu og áform uppi um byggingar álverksmiðja um land allt. Á meðan svo er dregur lítið sem ekkert úr þenslu.Lækkað lánshlutfall íbúðalánasjóðs hefur lítil sem engin áhrif í því efni.
Björgvin Guðmundsson