Mánudagur, 13. ágúst 2007
Grandi lokar fiskvinnslu í Reykjavík
Grandi í Reykjavík hefur tilkynnt,að fiskvinnsla fyrirtækisins í
höfuðborginni verði lögð niður og flutt upp á Akranes. Ástæðan er
niðurskurðurinn á þorskþvótanum en fyrirtækið segir, að hann komi illa
niður á fyrirtækinu.Grandi ætlar að leggja niður veiðar á þorski nema sem
meðafla með öðrum tegundum. Þessar fréttir koma mjög á óvart enda þótt
niðurskurðurinn á þoskþvótanum bitni illilega á Granda.Þegar
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kom Bæjarútgerð Reykjavíkur fyrir
kattarnef og fyrsta skref var stigið í þá átt með sameiningu BÚR og
Ísbjarnarins voru rökin m.a. þau, að hagkvæmast væri að flytja alla
fiskvinnslu í húsnæði Ísbjarnarsins en það fyrirtæki hafði komið upp nýju
fiskvinnsluhúsi, sem átti að vera hið fullkomnasta. Fiskiðjuveri BÚR var
því lokað enda þótt það hefði verið rekið með góðum hagnaði og verið eitt
best rekna fiskinnsluhús á landinu.Nýja fiskvinnsluhús Ísbjarnarins hafði
verið dýrt í byggingu og var að sliga Ísbjörninn fjárhagslega. Nú á að
loka því húsi og reisa nýtt fiskvinnsluhús á Akranesi!
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)