Þriðjudagur, 14. ágúst 2007
Hvaða varnir henta okkur?
Nú standa yfir heræfingar á Íslandi samkvæmt samkomulagi fyrri ríkisstjórnar við Bandaríkin. En þegar Bandaríkin ákváðu einhliða að fara með allt varnarlið sitt frá Íslandi átti það að vera einhver sárabót fyrir Ísland, að Bandaríkin kæmu hingað einu sinni á ári með herflugvélar til æfinga.Norðmenn og Danir taka þátt í heræfingunum nú svo og NATO.Af sjálfsögðu verður Ísland ekkert varið með æfingu í 2 daga einu sinni á ári.Það er því óþarfi fyrir íslenska ráðamenn að bukka sig og beygja fyrir herforingjum Bandaríkjamanna,þegar þeir koma hér við.Úr því að Bandaríkin vildu ekki lengur hafa herlið eða flugvélar hér á landi er eðlilegast að biðja NATO að taka að sér varnir landsins. Og þá meina ég ekki heræfingar einu sinni á ári heldur viðveru flugvéla og /eða varnarliðs.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)