Berja einnig sína eigin menn!

Morgunblaðið ræðst í staksteinum blaðsins í gær  á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur uanríkisráðherra.Er hún þar harðlega gagnrýnd fyrir ferð sina til Miðausturlanda svo og fyrir að vilja koma Íslandi í öryggisráð Sþ.Blaðið spyr: Hverjum datt sú vitleysa í hug, að Ísland ætti  erindi i öryggisráðið? Ingibjörg Sólrún  svarar þessari árás í dag. Hún bendir m.a. á, að sá utanríkisráðherra, sem fyrstur hafi hreyft þeirri hugmynd að Ísland ætti að sækjast eftir sæti í  öryggisráði Sþ.hafi verið Geir Hallgrímsson.Mbl. hefur ekki munað eftir því þegar ráðist var á Ingibjörgu Sólrúnu og sagt,að það væri alger vitleysa að sækjast eftir sæti í öryggisráðinu. Geir Hallgrímsson hefur notið virðingar í Sjálfstæðisflokknum og Mbl. hefði aldrei dottið í dug að kalla hugmyndir hans vitleysu.En svo mikið lá á að koma höggi á Ingibjörgu Sólrúnu að Mbl. lemur sína eigin menn  í leiðinni.Annars ætti Mbl. að hætta árásum á Ingibjörgu Sólrúnu og sætta  sig við, að hún er komin í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Mbl. getur ekki  harmað það endalaust, að  hugmynd blaðsins um stjórn VG og Sjálfstæðisflokksins skyldi ekki ná fram að ganga.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 15. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband