Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
Berja einnig sína eigin menn!
Morgunblaðið ræðst í staksteinum blaðsins í gær á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur uanríkisráðherra.Er hún þar harðlega gagnrýnd fyrir ferð sina til Miðausturlanda svo og fyrir að vilja koma Íslandi í öryggisráð Sþ.Blaðið spyr: Hverjum datt sú vitleysa í hug, að Ísland ætti erindi i öryggisráðið? Ingibjörg Sólrún svarar þessari árás í dag. Hún bendir m.a. á, að sá utanríkisráðherra, sem fyrstur hafi hreyft þeirri hugmynd að Ísland ætti að sækjast eftir sæti í öryggisráði Sþ.hafi verið Geir Hallgrímsson.Mbl. hefur ekki munað eftir því þegar ráðist var á Ingibjörgu Sólrúnu og sagt,að það væri alger vitleysa að sækjast eftir sæti í öryggisráðinu. Geir Hallgrímsson hefur notið virðingar í Sjálfstæðisflokknum og Mbl. hefði aldrei dottið í dug að kalla hugmyndir hans vitleysu.En svo mikið lá á að koma höggi á Ingibjörgu Sólrúnu að Mbl. lemur sína eigin menn í leiðinni.Annars ætti Mbl. að hætta árásum á Ingibjörgu Sólrúnu og sætta sig við, að hún er komin í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Mbl. getur ekki harmað það endalaust, að hugmynd blaðsins um stjórn VG og Sjálfstæðisflokksins skyldi ekki ná fram að ganga.
Björgvin Guðmundsson