Fimmtudagur, 16. ágúst 2007
Er klofningur í Sjálfstæðisflokknum?
Halldór Blöndal veitist að Ingibjörgu Sólrúnu í Mbl. í dag vegna skrifa hennar um Öryggisráðið og Geir Hallgrímsson. Ingibjörg Sólrún hafði skýrt frá því,.að Geir hafi fyrstur utanríkisráðherra hreyft þeirri hugmynd að Ísland fengi sæti í Öryggisráðinu en ekki hafi þá verið talið tímabært að berjast fyrir þeirri hugmynd. Þessi ummmli leggur Halldór Blöndal út á versta veg og virðist telja,að Ingibjörg hafi rifjað þetta upp Geir Hallgrímssyni til hnjóðs en að sjálfsögðu er þetta þveröfugt. Ingibjörg nefnir þetta frumkvæði Geirs honum til hróss. En hvað sem því líður er ljóst,að ákveðinn hópur Sjálfstæðismanna er í fýlu vegna stjórnarsamvinnu Sjálfstæðisfokksins við Samfylkinguna. Þessi hópur er í kringum Morgunblaðið,Björn Bjarnason og Davíð Oddssonog . Halldór Blöndal fyllir eðlilega þennan hóp og tekur undir árásir Mbl. á Ingibjörgu Sólrúnu.Ekki er ljóst hvað þessi hópur er stór en þessi hópur hafði áður undirtökin í Sjálfstæðisflokknum.Það er nú liðin tíð. Geir Haarde og hans menn hafa þar nú öll ráð í sinni hendi.
Björgvin Guðmundsson