Ráðherra ber alla ábyrgð

Undanfarið hafa átt sér stað miklar umræður í fjölmiðlum um smíði Grímseyjarferju og athugasemdir ríkisendurskoðunar við að smíði ferjunnar fór mörg hundruð milljónir fram úr áætlun.Í þessu sambandi hefur verið rætt um það hver beri ábyrgðina á þessum mistökum.Það þarf ekki að velta vöngum yfir því. Það er alveg ljóst samkvæmt lögum hver ber ábyrgðina:Það er fyrrum samgönguráðherra.Hann ber alla ábyrgð í þessu máli. Hann ber ábyrgð á öllum sínum undirmönnum og undirstofnunum. M.ö.o. : Hann ber ábyrgð á Vegagerðinni einnig,sem hafði mest með smíði ferjunnar að gera. Það er hlutverk ráðherra að fylgjast með þeim málum,sem undir hann heyra. Hann getur falið  ýmsum undirmönnum að sjá um eftirlit  og framkvæmd  en það firrir hann ekki ábyrgð.Eins og fyrrum samgönguráðherra,Sturla Böðvarsson segir í yfirlýsingu i gær þá ber hann  endanlega ábyrgðina.Fjölmiðlar sögðu í gær ,að fyrrum samgönguráðherra hefði axlað abyrgð að hluta til. Það stenst ekki. Hann ber alla ábyrgð. Hann getur skýrt   út að erfitt sé að fylgjast með öllum þáttum en  ábyrgðin er samt hans. Í umæddi máli virðist fjármálaráðherra einnig bera ábyrgð á umfram framfjárveitingum, sem alþingi hafði ekki samþykkt.Ráðherrar,hvorki fjármálaráðherra,né aðrir geta ákveðið fjárveitingar umfram heimildir alþingis á þeim forsendum,að slíkt hafi verið gert áður. Það stenst ekki eins og ríkisendurskoðandi hefur bent á.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 17. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband