Þriðjudagur, 21. ágúst 2007
Hörð átök um launamál framundan
Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði verða lausir um næstu áramót. Er útlit fyrir,að átök um nýja samninga verði hörð. Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði hefur samþykkt ályktun um kjaramálin vegna væntanlegra samninga og segir þar, að hækka verði grunnlaun um þriðjung. Í ályktuninni segir,að ekki sé unnt að lifa mannsæmandi lífi af þeim lágmarkslaunum,sem nú séu í gildi.Ályktun Hlífar í Hafnarfirði er dæmigerð fyrir afstöðu verkalýðsfélaga innan starfsgreinasambandsins.Þar á bæ ríkir hörð lína í kjaramálum. Mönnum þar þykir tími til kominn að bæta kjör verkafólks myndarlega. Fyrirtækin græða á tá og fingri og hafa næga peninga til þess að hækka laun verkafólks. Afborganir af húsnæðislánum hafi hækkað mikið svo og ýmis annar kostnaður en auk þess sé mikil óvissa framundan í efnahagsmálum.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)