Fimmtudagur, 23. ágúst 2007
Ferjumálið:Slegið úr og í
Miklar uræður eiga sér stað um ferjumál Grímseyinga. Mesta athygli vekur deila ríkisendurskoðanda og fjármálaráðherra um það hvort heimilt hafi verið að fara mörg hundruð milljónir fram úr fjárlagaheimildum.Ríkisendurskoðandi telur,að það hafi ekki verið heimilt en fjármálaráðherra maldar í móinn og telur að heimildir hafi verið fyrir hendi. Vísar hann í fjárlagaheimild um að selja hafi mátt gömlu ferjuna og kaupa nýja í staðinn.Ríkisendurskoðandi segir ,að ekki sé einu sinni búið að selja gömlu ferjuna.Formaður fjárlaganefndar,Gunnar Svavarsson,hefur tekið þátt í þessum umræðum en hann hefur ekki bætt miklu nýju við. Hann hefur slegið úr og i en ekki verið nógu ákveðinn i því að fordæma umframkeyrslu í.-Hefur hann sagt að athuga þyrfti hvort dæmi væru um það,að aðrir hefðu farið langt fram úr í svipuðum málum á undanförnum árum.Var á Gunnari að skilja,að ef mörg dæmi væru um að farið hefði verið langt fram úr áður þá væri það í lagi. En þessu er ég ósammála. Það bætir ekki brot þeirra,sem bera ábyrgð á framúrkeyrslu vegna Grímseyjarferju, að aðrir hafi gert það sama.Það ríkir algert agaleysi í rikisfjármalum hér og mun það óþekkt í grannlöndum okkar,að menn leyfi sér að eyða fjármunum umfram fjarlagaheimildir eins og hér tiðkast.
Björgvin Guðmundsson