Föstudagur, 24. ágúst 2007
Ellert gefst upp í kvótamálinu
Ellert Schram hefur verið skeleggur baráttumaður gegn kvótakerfinu.En í morgun snéri hann við blaðinu á útvarpi Sögu og sagði,að ekkert þýddi að berjast lengur gegn kvótakerfinu.Baráttan hefði í raun tapast í kosningunum 2003.Þetta er mikill misskilningur hjá Ellert.Baráttan heldur áfram. Ellert hvaðst þó enn vera á móti frjálsa framsalinu
Því miður breytti Ingibjörg Sólrún um afstöðu í kvótamálinu fyrir nokkrum árum. En það er misskilningur,að liðsmenn Samfylkingarinnar þurfi að vera sammála formanninum í öllum málum. Þeir eiga að hafa sjálfstæða skoðun og berjast fyrir því sem þeir telja rétt.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 24. ágúst 2007
Á Sturla að segja af sér?
Margir hafa verið stórorðir í málflutningi um Grímseyjarferjumálið.En það vantar alltaf niðurstöðuna. Það er: Hvað á að gera? Hverja á að draga til ábyrgðar og hvernig.
Að mínu mati ber Sturla Böðvarsson,fyrrum samgönguráðherra,ábyrgðina á öllu klúðrinu við kaup og viðgerð á notuðu ferjunni.Undirstofnanir bera ekki ábyrgðina og ekki ráðgjafar. Fyrrum samgönguráðherra ber ábyrgð á því að mörg hundruð milljónum hefur verið eytt án heimildar alþingis ( 400 millj.) Það skiptir engu í þessu sambandi hvort slikt hafi verið gert áður. Það er jafn óheimilt fyrir því.
Sturla verður að axla ábyrgð af þessu máli og segja af sér sem forseti alþingis.
Björgvin Guðmundsson
i