Þriðjudagur, 28. ágúst 2007
Stjórnar Mafían í Rússlandi?
Kasparov,hinn heimsfrægi rússneski skákmeistari,var á Íslandi fyrir skömmu. Lét hann hörð orð falla um Putin og ráðamenn Rússlands. Tekur hann,að Putin hafi gert Rússland að mafíuríki. Rússlandi sé í raun stjórnað af glæpamafiíu.Þetta eru hörð orð en Kasparov hefur rökstutt fullyrðingar sínar vel. Kasparov er að hugleiða forsetaframboð í Rússlandi. Sumir telja,að hann sé í lífshættu vegna mikillar gagnrýni hans á Putin. Það er sorglegt,að Rússland skuli stefna í átt til einræðis þegar vonir voru bundnar við að ríkið yrði lýðræðisriki.
Björgvin Guðmundsson