Miðvikudagur, 29. ágúst 2007
Slælegt eftrlit með erlendu vinnuafli
Í ljós hefur komið að 20 af þeim erlendu verkamönnum,sem urðu fyrir slysi í bílveltu í Fljótsdal höfðu ekki full réttindi hér á landi. Þeir höfðu ekki verið skráðir.Þetta mun ekki einsdæmi. Mikill misbrestur mun vera á því,að skráning erlendra starfsmanna sé í lagi. Eftirlitsstofnanir hafa ekki sinnt hlutverki sínu nægilega vel. Þar er um að ræða Vinnumálastofnun og Vinnueftirlitið.Vinnumálastofnun hefur heimild samkvæmt lögum til þess að beita dagssektum ef brot eru framin og stofnunin getur einnig svipt verktaka og ráðningaraðila rekstrarleyfum ef þeir gerast brotlegir. En þessum viðurlögum hefur aldrei verið beitt. Það ríkir slappleiki í Þessu efni og þess vegna er ástandið mjög slæmt.Hér þurfa að verða alger umskipti í framkvæmdinni.
Björgvin Guðmundsson