Föstudagur, 31. ágúst 2007
"Þeir svíkja þetta"
Fyrir síðustu kosningar var mikil ólga meðal eldri borgara vegna slæmra kjara þeirra. M.a. af þeim sökum voru þeir alvarlega að íhuga sérframboð og var undirbúningur þess langt kominn þegar hætt var við
það.Ein aðalástæðan , sem eldri borgarar nefndu sem rökstuðning fyrir sérframboði var sú, að ekki væri unnt að treysta stjórnmálaflokkunum. Þeir lofuðu alltaf öllu fögru fyrir kosningar en sviku það síðan eftir kosningar.Mér þótti slæmt að heyra þetta sem fyrrverandi stjórnmálamaður á sviði sveitarstjórnarmála.Ég reyndi því að bera í bætifláka fyrir stjórnmálamennina.En nú þegar ekkert gerist i kjaramálum aldraðra rifjast upp fyrir mér fullyrðingar eldri borgara frá því fyrir siðustu kosningar: Þeir svíkja þetta allt saman.Ég vona,að þetta reynist ekki rétt.Ég vona,að stjórnmálamenn afsanni þá fullyrðingu, að þeir svíki alltaf kosningaloforðin. En þá verða þeir að láta hendur standa fram úr ermum.Það gengur heldur ekki að draga málin á langinn. Það er ekki eftir neinu að bíða. Eldri borgarar þurfa aðgerðir nú þegar. Það verður að bæta kjör eldri borgara strax.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 31. ágúst 2007
Viðskiptahalli,ör skuldasöfnun og verðbólga

Sendinefndin ræddi við fulltrúa stjórnvalda og atvinnulífisins og komst að þeirri niðurstöðu að þegar til lengri tíma sé litið þá séu efnahagshorfur á Íslandi ennþá góðar. Opnir og sveigjanlegir markaðir, og fagleg stjórn á náttúruauðlindum hafi gert Íslandi kleift að njóta tækifæra sem fylgt hafi alþjóðavæðingunni. En mikill viðskiptahalli, ör skuldasöfnun og verðbólga geti grafið undan stöðugleikanum, segir í tilkynningu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn endurtekur fyrri yfirlýsingar um að breytiingar verði gerðar á íbúðalánasjóði. Þar er sjóðurinn kominn út fyrir sitt verksvið. Eignarhald og fyrirkomulag á ibúðalánasjoði er pólitískt mál,sem sjóðnum kemur ekki við. Best er að hafa fyrirkomulag íbúðalanasjóðs óbreytt. Félagsmálaráðherra hefur lýst sig andvíga einkvæðingu íbúðalánasjóðs. Hún á ekki heldur að láta undan þrýstingi um að búta sjóðinn i sundur. Slíkar breytingar miða að því einu að auka gróða bankanna á kostnað húsbyggjenda.
Björgvin Guðmundsson
u