Mánudagur, 6. ágúst 2007
Sveitarfélögin fái hlut í fjármagnstekjuskattinum
Það kom í ljós við skattálagningu að þessu sinni,að tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti höfðu aukist verulega. Bent hefur verið á í því sambandi, að margir fjármagnseigendur greiða einungis fjármagsntekjuskatt,sem aðeins er 10% en greiða hvorki útsvar né tekjuskatt. Þó njóta þeir allrar Þjónustu sveitarfélaga eins og aðrir. Þetta er ósanngjarnt. Sveitarfélögin ættu því að fá hlutdeild í fjármagsntekjuskattinum. Einnig er óeðlilegt að fjármagsneigendur greiði aðeins 10% skatt á meðan aðrir greiði 36%. Hér þarf að koma á meira jafnræði.
Björgvin Guðmundsson