Sjálfstæðisflokkurinn í Rvk. vill einkavæða leikskólana!

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill nú kanna einkarekstur leikskóla í Reykjavík vegna skorts á starfsfólki í leikskólum borgarinnar. Þetta er alger  uppgjöf hjá sjálfstæðismönnum í borginni. Það er skortur á starfsfólki í leikskólunum vegna þess hve launin eru lág.Launin hjá leikskólakennurum hækka ekki þó leikskólarnir verði einkareknir. Þvert á móti hefur það komið fram í umræðunni um þessi mál,að launin í einkareknum leikskólum eru ekki hærri en í leikskólum,sem borgin rekur.Lausnin liggur því ekki í einkarekstri heldur í því að hækka laun starfsfólks leikskólanna.Laun umönnunarastétta eru til skammar. Það verður að hækka þau verulega. Verst er ástandið í launamálum  starfsfólks á hjúkrunarheimilum og sjúkrahúsum. Aðstoðarfólk á hjúkrunarheimilum fær svo lág laun,að þau eru til háborinnar skammar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 11. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband