Mánudagur, 17. september 2007
Verða kosningaloforðin efnd?
Nú stytttist í að alþingi komi saman en það verður 1.oktober n.k. Þá er komið að því að efna kosningaloforðin. Stjórnarflokkarnir hafa notað sumarið til þess að undirbúa framkvæmd margra umbótamála,sem lofað var í kosningabaráttunni að yrðu efnd. Einkum var lofað miklum umbótum á velferðarkefinu og þar á meðal miklum kjarabótum aldraðra og öryrkja.Ekkert hefur verið gert í því efni enn.Stjórnin hefði getað hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja strax sl. vor ef vilji hefði verið fyrir hendi.En það var ekki gert.
Samfylkingin lofaði að stórbæta kjör aldraðra og hækka lífeyri þeirra þannig að hann yrði sem svarar neysluútgjöldum Hagstofunnar samkvæmt neyslukönnun og að hann mundi síðan hækka sjálfvirkt samkvæmt breytingu á umræddri neyslukönnun.Væntanlega verður þetta loforð efnt nú strax og alþingi kemur saman. Aldraðrir eiga að geta átt áhyggjulaust ævikvöld og þeir eiga að geta lifað með reisn á því æviskeiði sínu.Þeir eiga ekki að þurfa að skera allt við nögl.
Björgvin Guðmundsson
i