Árni gagnrýnir mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar

Í Morgunblaðinu í dag birtir Árni Johnsen alþingismaður harðorða grein um mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna niðurskurðar þorskkvótans.Hann segir þessar aðgerðir ekki boðlegar og nánast lítilsvirðingu við   stærstan hluta landsbyggðarinnar.Hann segir,að skerðing þorskkvótans í  Grindavík,Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði  jafngildi 200 milljarða tekuskerðingu á höfuðborgarsvæðinu á næstu 3 árum. Árni segir,að niðurskurður í Grindavík upp á 6000 tonn  slagi upp í allan þorsk,sem veiddur er á Vestfjörðum. Þó fari 600 milljónir króna til Vestfjarða en sem svarar tyggigúmmípakka til Grindavíkuir. Greinin er öll í þessum dúr  hjá Árna. Ljóst er að hann er í stjórnarandstöðu í þessu máli og vill að málið verði tekið upp.

 

 

Björgvin Guðmundsson

Í


Bloggfærslur 18. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband