Okur og ójöfnuður hér

Matvælaverð hér á landi er 60%  hærra en í löndum Evrópusambandssins. Það er m.ö.o algert okur hér á matvælum. Þetta ástand er ólíðandi. Stjórnvöld verða að lækka verðlagið. Á sama tíma og þetta okur viðgengst hér er ójöfnuður hér mjög mikill og hefur stóraukist undanfarin ár, einkum vegn  ranglátrar skattastefnu.

Þorvaldur Gylfason prófessor við Háskóla Íslands hefur nú farið þess á leit við  OECD,Efnahags-og framfarastofnunina,að hún kanni og kortleggi þróun tekjurskiptingar í aðildarríkjum  OECD undanfarin ár. Það ber að fagna þessu framtaki Þorvaldar,þar eð hér hafa að undanförnu verið deilur um ójöfnuð   á Íslandi og hafa sumrir stjórnmálamenn og fræðimenn neitað staðreyndum í þessu efni. Rannsókn OECD mun leiða hið   rétta í ljós og þarf þá ekki lengur að deila um staðreyndir í því efni.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 20. september 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband